“Að ganga með sjálfum sér” Kyrrðardagar pílagríma 27.– 30. október

Kyrrðardagar pílagríma 27. -30. október

pilagrimar_skalholt1

pílagrímar koma í Skálholt á Skálholtshátíð í sumar

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 27.-30. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, jóga, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Stundum í kyrrð – stundum í samtali.

Skemmst er að minnast þess að í sumar voru gengnar þrjár pílagrímagöngur í Skálholt.

Þau sem leiða Kyrrðardaga pílagríma eru Auður Bjarnadóttir jógakennari hjá Jógasetrinu, Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur, Elínborg Sturludóttir sóknarprestur, Halldór Reynisson starfandi rektor í Skálholti og Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur en hún hefur leitt pílagrímagöngur til Santiago de Compostela undanfarin ár.

Pílagrímadagarnir kosta:  39.000 kr. (afsláttur þar sem tvö deila herbergi). Þeir hefjast með kvöldverði kl. 19:00 á fimmtudeginum og lýkur um kl. 14:00 sunnudaginn 30. október.

Skráning er í Skálholtsskóla; – sími 486-8870 – skoli@skalholt.is og eins hér neðar á vefsíðunni.

Þátttakendur hafi með sér gönguskó og útivistarfatnað, en einnig dagbók og teppi

Nánari upplýsingar veitir Halldór Reynisson  856-1571, halldor.reynisson@kirkjan.is

Gisting í eins manns herbergjum með baði, umbúin rúm og handklæði. Verð kr. 39.000. Hægt að dreifa greiðslum. Einnig er hægt að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu.

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur 27. október:

Kl. 18-19         Komið í Skálholt.
Kl. 19:00          Kvöldverður
Kl. 20:30          Samvera í setustofu, kynning, hvað er að vera pílagrímur? MJN
Kl. 22:00          Kvöldganga á staðnum fyrir svefninn. HR

Föstudagur 28. október:

Kl. 7:30            Jóga AB
Kl. 8:30            Morgunmatur.
Kl. 9:00            Gregorsöngur – leiðslumúsík í kirkju.
Kl. 10:00 – 12:00         Fyrsta ganga, – stef: Gengið með æsku. Hvaðan kem ég, hvað mótaði mig, hef ég unnið með uppvöxt og æsku, er eitthvað sem ég á ógert…óuppgert? HR
Kl. 12:00          Hádegismatur.
Kl. 14:00 – 16:00         Önnur ganga – stef: Hvar er ég núna? Núvitund, að lifa í núinu og hérinu, hvernig gríp ég daginn? Hvað gerir líf mitt gott núna? Hver eru verkefnin? MJN
Kl. 16:00          Kaffi.
Kl. 18:00          Kvöldtíðir í kirkju.
Kl. 18:15          Slökun. AB
Kl. 19:00          Kvöldverður
Kl. 20:00          Samvera við arininn – Grunngildi pílagrímsins ES
Kl. 22:00          Kvöldganga á staðnum fyrir svefninn. HR

 Laugardagur  29. október:

Kl. 7:30            Jóga AB
Kl. 8:30            Morgunmatur.
Kl. 9:00            Gregorsöngur – leiðslumúsík í kirkju.
Kl. 10:00          Þriðja ganga – stef: Framtíðin: Hvert vil ég fara, hverjir eru mínir draumar, hvernig vil ég að seinni hálfleikurinn verði… AÁN
Kl. 12:00          Hádegismatur.
Kl. 14:00          Sagan, menningin, listin. Reikað um í Skálholti – í tíma og rúmi. Sagðar sögur af listamönnum, dýrlingum og brokkgengu fólki, – gleði þess og sorgum, en staðurinn var helsti pílagrímastaður  Íslendinga á miðöldum. HR
Kl. 16:00          Kaffi.
Kl. 18:00          Kvöldtíðir í kirkju.
Kl. 18:15          Slökun. AB
Kl. 19:00          Kvöldverður.
Kl. 20:00          Samvera við arininn – Grunngildi pílagrímsins ES

Sunnudagur 30 október:

Kl. 7:30            Jóga. AB
Kl. 8:30-9:00   Morgunmatur.
Kl. 11:00          Pílagrímamessa í Skálholtsdómkirkju; íhugun pílagrímastefsins. AÁN, HR
Kl. 12:00          Hádegisverður.
Kl. 12:45          Lokasamvera, – við deilum reynslu, hugsunum, upplifun…

 

Hagnýtt:

  • Pílagrímadagar eru stef við kyrrðardaga eins og þeir hafa verið iðkaðir hér í Skálholti í aldarfjórðung, nema ekki er gengið inn í þögn nema á ákveðnum tímum, t.d. á morgnana og fram í gönguferðir. Einnig þögn eftir kaffi og fram að kvöldmat.
  • Dagskráin er tilboð en engin skylda er að mæta á alla dagskrárliði.
  • Klæðnaður: Gott er að hafa útiklæðnað, regngalla og gönguskó, göngustafi, jafnvel lítin göngupoka. Einnig léttan klæðnað fyrir slökun og jóga.
  • Matur: Grænmeti og grænmetisréttir f. þau sem ekki borða kjöt og fisk.

Vinsamlega skráðu þig í þessu formi

Nafn (beðið um)

Kennitala (beðið um)

netfang(beðið um)

Skráning á kyrrðardaga í Skálholti- Að ganga með sjálfum sér 27.-30. október 2016