„Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Þessir dagar pílagrímsins eru ekki í þögn nema á skilgreindum tímum.

Leiðbeinendur

Þau sem leiða Pílagrímadagana eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Halldór Reynisson og Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo en hún hefur leitt pílagrímagöngur til Santiago de Compostela undanfarin ár.

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagur 6. október:

Kl. 18-19         Komið í Skálholt.

Kl. 19:00          Kvöldverður

Kl. 20:30          Samvera í setustofu, kynning, hvað er að vera pílagrímur?

Kl. 22:00          Kvöldganga á staðnum fyrir svefninn.

 

Laugardagur 7. október:

Kl. 7:30            Slökun/jóga

Kl. 8:30            Morgunmatur.

Kl. 9:00            Gregorsöngur – leiðslumúsík í kirkju.

Kl. 10:00 – 12:00         Útivist með pílagrímastefi

Kl. 12:00          Hádegismatur.

Kl. 14:00 – 16:00         Útivist með pílagrímastefi

Kl. 16:00          Kaffi.

Kl. 18:00          Kvöldtíðir í kirkju.

Kl. 19:00          Kvöldverður.

Kl. 20:00          Samvera við arininn – spjall, samfélag, hver erum við?

Sunnudagur 8. október:

Kl. 8:00           Slökun/jóga

Kl. 9:00           Morgunmatur.

Kl. 9:30            Lokasamvera, – við deilum reynslu, hugsunum, upplifun…

Kl. 11:00          Pílagrímamessa í Skálholtsdómkirkju; íhugun pílagrímastefsins.

Kl. 12:00          Hádegisverður.

 

Hagnýtt:

  • Pílagrímadagar eru stef við kyrrðardaga eins og þeir hafa verið iðkaðir hér í Skálholti, nema ekki er gengið inn í þögn nema á ákveðnum tímum, t.d. á morgnana og fram í gönguferðir. Einnig þögn eftir kaffi og fram að kvöldmat.
  • Dagskráin er tilboð en engin skylda er að mæta á alla dagskrárliði.
  • Klæðnaður: Gott er að hafa útiklæðnað, regngalla og gönguskó, göngustafi, jafnvel lítin göngupoka. Einnig léttan klæðnað fyrir slökun og jóga.
  • Matur: Grænmeti og grænmetisréttir f. þau sem ekki borða kjöt og fisk.

Hvar skrá sig?

Pílagrímadagarnir kosta:  32.000 kr. Þeir hefjast með kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og lýkur kl. 13:00 á sunnudegi. Vinsamlega skráið ykkur hér:

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]

Nánari upplýsingar veitir Halldór Reynisson, halldor.reynisson@kirkjan.is  Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 4868870