Aðventan í Skálholti 2017

Tónleikar, aðventustundir og helgihald verður á boðstólum á aðventunni í Skálholtsdómkirkju eins og endranær.

Fimmtudaginn 30. nóvember og föstudaginn 1. desember kl. 20 verða tónleikar Kórs Menntaskólans á Laugarvatni. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.

Sunnudaginn 3. desember kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta sem Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat annast ásamt sr. Agli Hagllgrímssyni og Jóni Bjarnasyni organista.

Fimmtudaginn 7. desember kl. 20 „Ilmur af jólum“. Hera Björk Þórhallsdóttir heldur tónleika ásamt Birni Thoroddsen gítarleikara og Ástvaldi Trausta  ásamt nýstofnuðum barnakór í Bláskógabyggð undir stjórn Jóns okkar Bjarnasonar.

Sunnudaginn 10. desember kl. 20 er svo komið að aðventukvöldi í Skálholtsdómkirkju.

Fimmtudaginn 15. desember kl. 20 eru svo jólasöngvar. Þar koma fram þrír kórar; Veirurnar, Skálholtskórinn og kirkjukórar Stóra-Núps- og Ólafsvallakirkna.