Aðventan í slökun og kyrrð – Kyrrðardagar 1. – 3. desember

Slökun og kyrrð  eru leiðarstef þessara Kyrrðardaga þar sem lagt er upp með að ganga inn í aðventuna og jólin án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Um leið upplifum við upphaf aðventunnar í helgihaldi og þeirri fallegu tónlist sem mótar þennan árstíma.

Kyrrðardagarnir hefjast föstudaginn 1. desember og eru fram á sunnudag 3. desember. Þeir eru ekki í þögn nema að morgni dags en eftir hádegi og á kvöldin gefst tækifæri til samfélags. Einnig verður lögð áhersla á slökun og útiveru.

Umsjón hefur sr. Jóhanna Magnúsdóttir en hún hefur fjölbreytta reynslu af námskeiðahaldi m.a. hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð og sr. Halldór Reynisson starfandi rektor í Skálholti en hann hefur mikla reynslu af kyrrðarstarfi og að vinna með fólki eftir áföll og missi.

Kyrrðardagarnir á aðventu kosta 32.000 kr. – hægt er að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu. Staðfestingargjald er 5000 kr, greiðist við skráningu, vinsamlega millifærið á reikning banki 0151-26-12000  k.t. 610172-0169. Vinsamlega nýtið form til skráningar sem er neðst á þessari síðu eða hafið samband við Skálholt s. 48-68870, netfang skalholt@skalholt.is

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagur 6. október:

Kl. 18-19         Komið í Skálholt.

Kl. 19:00          Kvöldverður

Kl. 20:30          Samvera í setustofu, kynning, – stutt hugleiðing um aðventuna.

Kl. 22:00          Kvöldganga á staðnum fyrir svefninn. Endað í kirkju og gengið inn í þögn.

 

Laugardagur 7. október:

Kl. 8:00            Morgunmatur.

Kl. 9:00            Gregorsöngur – leiðslumúsík í kirkju.

Kl. 10:00         Hugleiðsla: Að undirbúa aðventu og jól án streitu og kvíða. Jóhanna Magnúsdóttir.

Kl. 12:00          Hádegismatur. Þögn aflétt

Kl. 14:00 – 16:00         Útivist með pílagrímastefi; að ganga hægt, einfalda líf sitt og rækta sitt andlega líf. Halldór Reynisson

Kl. 16:00          Kaffi.

Kl. 16:30-17:30          Boðið upp á viðtöl fyrir þau sem vilja.

Kl. 18:00          Kvöldtíðir í kirkju.

Kl. 19:00          Kvöldverður.

Kl. 20:00          Samvera við arininn – spjall, samfélag: Hvernig undirbúum við okkur fyrir komu jólanna?

Sunnudagur 8. október:

Kl. 8:30           Morgunmatur. Þögn fram að lokasamveru.

Kl. 9:30            Samvera, – við deilum reynslu, hugsunum, upplifun…

Kl. 11:00          Fjölskyldumessa í Skálholtsdómkirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Kl. 12:00          Hádegisverður.

Skráning hér:

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]