Danskir tónar í Skálholtsdómkirkju

arhus-tonlistarhask-2016Á hverju ári koma fjöldamargir kórar og tónlistarmenn í Skálholt til tónlistariðkunar í lengri eða skemmri tíma. Ein helsta ástæðan er sú að Skálholtsdómkirkja er með bestu tónlistarhúsum landsins og þótt víðar væri leitað.
Við messu sunnudaginn 30. október fluttu tónlist 18 nemendur í tónlistarkennslu við Tónlistarháskólann í Århus í Danmörku.
Þau hófu ferðina með messusöng í Skálholtskirkju áður en við tók vinna með börnum í Kerhólsskóla og vinna og tónleikar með samnemendur í Listaháskóla Íslands.
Einn nemendanna er íslenskur, Gunnar Sigfússon og skipulagði hann ferðina fyrir skólafélagana.
Kærar þakkir fyrir að gleðja kirkjugesti í Skálholti með fallegum söng.