Á döfinni

Kyrrðardagar í dymbilviku í Skálholti 2018

Í þrjá áratugi hafa verið kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku. Þeir hefjast síðdegis  á miðvikudegi fyrir skírdag og þeim lýkur um hádegi laugardaginn fyrir páska. Frá miðvikudagskvöldi til laugardagsmorguns ríkir þögn. Það merkir að engin samtöl í orðum fara fram milli þáttakendanna allan þann tíma. Þögnin er einungis rofin ef þátttakendur vilja taka undir söng…

Helgihald í Skálholtsdómkirkju um jólin

Um jólin 2017 verður helgihald í Skálholtsdómkirkju sem hér segir: ÞORLÁKSMESSA 23. DESEMBER Hádegismessa í kjallara kirkjunnar kl. 12.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Allir eru velkomnir. AÐFANGADAGUR JÓLA 24. DESEMBER Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadagskvöld kl. 18.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup annast prestsþjónustuna. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sungnir…

Aðventan í Skálholti 2017

Tónleikar, aðventustundir og helgihald verður á boðstólum á aðventunni í Skálholtsdómkirkju eins og endranær. Fimmtudaginn 30. nóvember og föstudaginn 1. desember kl. 20 verða tónleikar Kórs Menntaskólans á Laugarvatni. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Sunnudaginn 3. desember kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta sem Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat annast ásamt sr. Agli Hagllgrímssyni og Jóni Bjarnasyni organista. Fimmtudaginn 7.…

Þrettándaakademían 2018 – íhugun, samskipti og áskoranir

Hin árlega Þrettándaakademía verður haldin í Skálholti dagana 3. – 5. janúar n.k. Að þessu sinni mun Dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um íhugunarkristindóm;  Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur fjallar um samskipti á öruggum grundvelli og fjórir prestar ræða um áskoranir í þjónustunni. Það er Prestafélag Íslands sem heldur Þrettándaakademíuna og hefur gert um langt árabil. Hún…

Meðvirkninámskeið 12. – 16. febrúar 2018

Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Dagana 12. – 16. febrúar 2018 verður boðið upp á tuttugasta og fyrsta námskeiðið hér í Skálholti um meðvirkni. Umsjón með námskeiðinu hefur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir auk ráðgjafa frá Lausninni. Námskeiðið hefst kl. 10.00…

Kyrrðardagar í Skálholti  26. apríl – 2. maí 2018

Skráning er hafin. Snemmskráning til 15. febrúar 2018. Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í annað sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan…

Tónleikar á minningardegi um Jón Arason

Á minningardegi um Jón Arason biskup 7. nóvember kl. 20.00, flytja kirkjukórar Suðurprófasdæmis árlega tónleikadagskrá. Í þetta sinn í Hveragerðiskirkju þar sem fimm steindir gluggar Skálholtskirkju verða teknir niður þennan dag og sendir til Þýskalands í viðgerð. 6 kórar, alls rúmlega 100 söngvarar flytja fjölbreytta kirkjutónlist. Þetta eru Kór Hveragerðiskirkju, Kór Þorlákskirkju, Kór Selfosskirkju, Kór…

Aðventan í slökun og kyrrð – Kyrrðardagar 1. – 3. desember

Slökun og kyrrð  eru leiðarstef þessara Kyrrðardaga þar sem lagt er upp með að ganga inn í aðventuna og jólin án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Um leið upplifum við upphaf aðventunnar í helgihaldi og þeirri fallegu tónlist sem mótar þennan árstíma. Kyrrðardagarnir hefjast föstudaginn 1. desember og eru fram…

Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga í nóvember

Jón Bjarnason dómorganisti heldur orgeltónleika í hádeginu þrisvar sinnum í viku í nóvember. Tónleikarnir eru um það bil 30 mínútur. Hægt verður að kaupa sér léttan hádegisverð í Skálholtsskóla að loknum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 12:00 og verða svo miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga út mánuðinn alltaf klukkan 12:00-12:30. Markmið tónleikanna er…

Kyrrðardagar vetrarins í Skálholti

Nú í vetur eins og undanfarin ár eru margvíslegir og ólíkir kyrrðardagar haldnir í Skálholti. Nú í haust voru haldnir kyrrðardagar kvenna. Þessir dagar verða í vetur:   Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla…

„Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Þessir dagar pílagrímsins eru ekki í þögn nema á skilgreindum tímum. Leiðbeinendur Þau sem…

Rússneskar perlur í Skálholtsdómkirkju

Rússneskar perlur nefnist tónlistardagskrá sem flutt veðrur í Skálholtsdómkirkju þriðjudagskvöldið 12. september kl.20. Flytjendur eru Vladimir Gerts – bassi, Alexandra Chernyshova – sópran og Elina Valieva – píanó. Efnisskráin inniheldur rómönsur og sönglög eftir rússnesk tónskáld – þekktar rússneskar perlur eins og “Nochnoy Zephyr” eftir A. Dargomyzhsky, “Bloha” eftir M. Mussorgsky, “Sirjen” eftir S. Rachmaninov,…

Opinn miðaldakvöldverður n.k. laugardagskvöld 2. september

Miðaldaveislur að hætti 13. aldar höfðingja í Skálholti hafa verið haldnar nokkrum sinnum í sumar  og hefur aðsókn verið góð og stundum meiri en hægt var að sinna. N.k. laugardagskvöld 2. september verður enn boðið upp á opinn miðaldakvöldverð fyrir áhugasama. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni eftir kvöldtíðir kl. 18 en kvöldverðurinn…

Kyrrðardagar fyrir konur í Skálholti 21.-24. september

Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umhverfi Skálholts býður upp á hvíld, kyrrð, næði og næringu fyrir líkama sál og anda. Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 21. september kl.18:00 og þeim lýkur með þátttöku í messu  sunnudag 24. september kl. 11. Hér á eftir er rafrænt…

Kirkjuskipan Kristjáns III. og upphaf siðbreytingar á Íslandi – Málþing í Skálholti 2. september

Annan september 1537 undirritaði Kristján III. Danakonungur nýja kirkjuskipan. Með þeim gjörningi staðfestist að til var orðin ný kirkja sem tók við af hinni rómversk kaþólsku kirkju í öllum hans löndum og hertogadæmum. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að halda málþing um kirkjuskipanina og upphaf siðbreytingarinnar á Íslandi í Skálholti  hinn 2. september 2017.…