Á döfinni

Ungir norrænir tónsmiðir í Skálholti

Ungir tónsmiðir frá Norðurlöndunum verða með tónleika í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 16 og flytja þar sínar tónsmíðar. Aðgangur er ókeypis. Þessir tónleikar eru hluti af hinni árlegu tónlistarhátíð Ung Nordisk Musik sem stendur yfir á Íslandi 14. – 19.ágúst. Yfirskrift hátíðinnar verður að þessu sinni Music and Space, en alls taka 35 tónskáld…

Kirkjan í kviku samfélagsins- málþing 22. og 23. ágúst 2017

Dagana 22. og 23. ágúst n.k. verður haldið málþing í Skálholti undir yfirskriftinni “Kirkjan í kviku samfélagsins”. Málþingið er haldið á vegum vígslubiskups í Skálholti og er hluti af dagskrá Skálholts í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar. Markmið málþingsins er að bjóða upp á fyrirlestra og samtal um skilning þjóðkirkjunnar á stöðu sinni, hlutverki…

Rússneskar perlur í Skálholti

“Russian Souvenir”  nefnast tónleikar sem verða 12. september n.k. í Skálholtsdómkirkju kl. 20. Efnisskráin  inniheldur rómönsur, sönglög og píanó einleik eftir rússnesk tónskáld. Á tónleikunum “Russian Souvenir “ verða fluttar þekktar rússneskar perlur eins og “Nochnoy Zephyr” eftir A. Dargomyzhsky, “Bloha” eftir M. Mussorgsky, “Adagio úr Hnettubrjótara” eftir P. Tchaikovkiy, “Sirjen” eftir S. Rachmaninov, “Ochi…

HELGUHELGI á Sumartónleikum um Verslunarmannahelgina

Tónleikhaldið um verslunarmannahelgina er tileinkað minningu Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Helga lést fyrir aldur fram árið 2009. Þetta er jafnframt síðasta helgin hjá Sumartónleikum í Skálholti á þessu sumri. Fyrstu tónleikar vikunnar verða haldnir á fimmtudagskvöldið 3. ágúst klukkan 20. Þá flytja fjórir…

Vivaldi og Purcell á Sumartónleikum í Skálholti

Nú er að hefjast þriðja vika Sumartónleika í Skálholti og er hún tileinkuð tónsnillingunum Vivaldi og Purcell. Tónleikahaldið hefst á fimmtudagskvöldið 27. júlí klukkan 20, en þá verður flutt efnisskráin Veni, Vidi, Vivaldi þar sem Hallveig Rúnarsdóttir syngur aríur og kantötur með barokkhópunum Camerata Öresund og Höör Barock, sem koma frá Danmörku og Svíþjóð til að leika…

Sumarkvöld í Skálholti: Bjarni Harðarson segir frá magnaðri sögu og einkennilegum örlögum

Skálholtsstaður spannar þúsund ára sögu, sögu af menningu, listum, pólitík, en er einkum saga af fólki. Fólki sem lifði og dó, gladdist og skemmti sér, en þjáðist líka og tregaði. Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi er löngu landskunnur sagnamaður og þekkir vel til sögu Skálholts enda upprunnin úr nágrenninu. Hann ætlar að segja frámagnaðri sögu…

Tónleikar á Skálholtshátíð – Bach og Lúther

Á Skálholtshátíð n.k. laugardag 22. júlí kl. 16 mætast þeir Bach og Lúther ef svo má segja en verður flutt kantata nr. 126 “Erhalt uns Herr bei deinem Wort”.eftir J.S.Bach við texta Marteins Lúther. Flytjendur eru Skálholtskórinn, Bachsveitin í Skálholti, Hildigunnur Einarsdóttir, alt, Benedikt Kristjánsson, tenór og Oddur Arnþór Jónsson, bassi.Organisti og kórstjóri er Jón…

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí – dagskrá

Hér á eftir fylgir dagskrá Skálholtshátíðar 2017. Verið velkomin í Skálholt !   Laugardagur 22.júlí 09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju 10.00 Seminar um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelisk lutersku kirkju í heiminum. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins, flytur erindi og stýrir seminarinu, sem…

Skálholtshátíð 2017 – 500 ára siðbótarafmæli

500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð í ár. Hátíðin hefst laugardaginn 22. júlí og stendur fram á sunnudag 23. júlí. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirkjunnar í Þýskalandi, EKD  er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiða seminar um stöðu og framtíð evangelisk-lútersku kirkjunnar í heiminum…

Sumarkvöld í Skálholti; Hildur Hákonardóttir fjallar um listaverkin á staðnum

Skálholtsdómkirkja og Skálholtsstaður geyma ýmis listaverk og þau verða umfjöllunarefnið á næsta sumarkvöldi í Skálholti miðvikudaginn 19. júlí n.k. en þá ætlar Hildur Hákonardóttir listakona með meiru að vera með leiðsögn.  Þekktustu verkin eru altaristafla Nínu Tryggvadóttur og steindu gluggarnir eftir Gerði Helgadóttur en kirkjan sjálf og þær sem á undan henni voru verða einnig…

Miðaldakvöldverðurinn endurtekinn 27. júlí n.k. vegna mikils áhuga

Miðaldaveisla að hætti 13. aldar höfðingja í Skálholti var haldinn 23. júní s.l. og var aðsókn meiri en hægt var að sinna og urðu all-margir frá að hverfa.Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á miðaldakvöldverð fimmtudagskvöldið 27. júlí n.k. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni eftir kvöldtíðir kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur…

The Gondwana Singers, María Huld Markan og Nordic Affect á 2. viku Sumartónleika

Önnur vika Sumartónleika í Skálholti hefst með tónleikum ungmenna- og þjóðarkórs Ástarlíu The Gondwana Singers á fimmtudagskvöld þann 13. júlí klukkan 20. Kórinn flytur þar tónlist frá Ástralíu.  Um helgina, dagana 15.-16. júlí verður svo staðarstónskáldið María Huld Sigfúsdóttir Markan í sviðsljósinu ásamt Nordic Affect sem leikur forvitnilega barokktónlist og einnig ný verk m.a. eftir Maríu Huld og Höllu Steinunni Stefánsdóttur,…

Sumarkvöld í Skálholti: Sveinn Einarsson f.v. þjóðleikhússtjóri segir frá því þegar kista Páls biskups fannst

Einhver merkastir fornleifafundur Íslandssögunnar, verður umfjöllunarefnið á Sumarkvöldi í Skálholti 12. júlí n.k. en þá kemur Sveinn Einarsson f.v. Þjóðleikhússtjóri í Skálholt og segir frá því þegar kista Páls biskups Jónssonar fannst árið 1954. Það var Jökull Jakobsson, seinna rithöfundur sem fann tilhöggvinn stein 23. ágúst þetta ár á grunni tilvonandi dómkirkju. Hann ásamt  Sveini…

Pílagrímagöngur á Skálholtshátíð 2017

Skálholtshátíð í ár verður haldin helgina 22.-23. júlí 2017. Eins og undanfarin ár er pílagrímagöngur sem enda á Skálholtshátíð. Að þessu sinni verða þrjár pílagrímagöngur úr tveimur áttum, ein sem byrjar á Bæ í Borgarfirði og sameinast annarri göngu frá Þingvöllum og svo er sú þriðja þegar hafin en hófst við Strandakirkju 28. maí s.l. og…

Ljósbrot á fyrstu Sumartónleikum 2017 dagana 8.- 9. júlí

Á fyrstu Sumartónleikunum í Skálholti 2017 eru flytjendur  Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur og Guðný Einarsdóttir,orgelleikari. Hljómeyki flytur tvær efnisskrár; á laugardag kl. 14.00 er verkið Ljósbrot eftir John Speight á dagskrá en það var samið fyrir Sumartónleika í Skálholti og frumflutt árið 1991. Verkið er innblásið af steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju…