Á döfinni

Fjórði áfangi pílagrímagöngunnar 2017

Fjórði áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður sunnudaginn 9. júlí en þá verður lagt frá Hraungerðiskirkju í Flóa til Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Þátttakendur mæta sem fyrr á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar. Brottför frá Ólafsvallakirkju er kl. 9:30 stundvíslega. Ferðafélag Íslands sem heldur utan um skráningu í…

New Amsterdam Singers með tónleika laugardaginn 1. júlí

New Amsterdam Singers, blandaður kór frá New York syngur í Skálholtsdómkirkju n.k. laugardag 1. júlí kl. 16 og er aðgangur óleypis. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum erlend sem íslensk, tónlist eftir Aron Copland, negrasálmar, og svo eftir íslensku tónskáldin Hjálmar Ragnarsson og Jórunni Viðar svo að dæmi séu tekin. Kórinn er hér á…

Gurrý í garðinum í Skálholti

„Sumarkvöld í Skálholti“ heitir dagskrá á miðvikudagskvöldum kl. 20 í Skálholti  næstu vikur.  Kennir þar margra grasa bókstaflega en 28. Júní kemur  Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og kennir fólki að lesa „reyr, stör sem rósir vænar“ í Skálholti. Fólk fær s.k. flóruspjöld og að að keppist við að greina fjölskrúðugar plöntur staðarins. Þá segir hún nokkuð…

Meðvirkninámskeið í október

Dagana 2. -6. október 2017 verður boðið upp á tuttugasta námskeiðið í Skálholti um meðvirkni. Óhætt er að fullyrða að þessi námskeið hafi vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Umsjón með námskeiðinu, hefur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir auk ráðgjafa frá Lausninni. Námskeiðið hefst kl. 10.00 á…

Gloria Vivaldis í Skálholtsdómkirkju

Kór Hjallakirkju í Kópavogi undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur orgaista ásamt hljómsveitinni Cappella Nova frá Halmstad í Svíþjóð flytja kalfa úr Gloriu Vivaldis ásamt fleiri verkum á tónleikum í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 24. júní n.k. kl. 17. Aðgangur er ókeypis en för sænsku hljómsveitarinnar er styrkt af Svensk-islänska samarbetsfonden.

„Sælugaukur“ í Skálholti

Tónlistarhátíðin „Sælugaukur“ verður haldin  í Skálholti helgina 29. júní – 2. júlí. Flytjendur og tónskáld Sælugauks eru ungt tónlistarfólk sem stundar nám í Listaháskóla Íslands  og þau munu bjóða upp á veglega dagskrá þar sem lögð verður áhersla á íslenska tónlist og frumflutning nýrra verka í bland við klassík. Viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis og opnir…

„Sumarkvöld í Skálholti“ – dagskrá á miðvikudagskvöldum í sumar

„Sumarkvöld í Skálholti“ eru á miðvikudagskvöldum klukkan 20 í júlímánuði þar sem fjallað er um eitt og annað úr menningararfi Skálholts. Hildur Hákonardóttir veflistakona kemur 19. júlí og segir frá listaverkum Skálholtsdómkirkju og Skálholtsstaðar en eins og kunnugt er hýsir kirkjan og staðurinn mörg merkileg listaverk. Nægir þar að nefna altaistöflu Nínu Tryggvadóttur og glerglugga…

Sumartónleikar í Skálholti 2017

Sumartónleikar í Skálholt 2017 hefjast 8. júlí og standa til 6. ágúst. Að venju er dagskráin fjölbreytt og má nefna að fyrstu helgina 8.-9. júlí flytur Sönghópurinn Hljómeyki Ljósbrot eftir John Speight en verkið er innblásið af gluggum Gerðar Helgadóttur. laugardaginn 8. júlí flytur sr Karl Sigurbjörnsson erindi um gluggana en eins og kunnugt er…

Pílagrímar í Skálholt: Gengið frá Þorlákskirkju til Eyrarbakka

Annar áfangi pílagrímagöngunnar frá Strandakirkju heim í Skálholt verður n.k. sunnudag 11. júní og er mæting við Eyrarbakkakirkju kl. 9:30. Þátttakendur mæta á áfangastað hverrar göngu og rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar sem að þessu sinni er Þorlákskirkja. Ferðafélag Íslands heldur utan um skráningu í ferðinar, sjá www.fi.is Facebook-síðan er pílagrímaleið. Göngulag pílagrímsins…

Orgelið rokkar í Skálholtsdómkirkju

Jón Bjarnason organisti í Skálholtsprestakalli heldur orgeltónleika í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 9. júní kl. 20:00 undir yfirskriftinni „Orgelið rokkar“. Þar flytur Jón fjölbreytilega tónlist fyrir alla fjölskylduna, allt frá Star Wars til Bach. Aðgangseyrir er 2500 kr. en ókeypðis er fyrir 12 ára og yngri.

Gluggar Gerðar Helgadóttur – söfnun í Verndarsjóðinn

                                                                                                                                                                     Eins og fram hefur komið þarf að fara í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju. Til þess að fjármagna viðgerðina var stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju  en verkefni hans eru varðveisla og viðgerðir á þjóðargersemum á Skálholtsstað, meðal annars listgluggum Gerðar Helgadóttur. Framlög eru farin að berast í sjóðinnn, m.a. gáfu…

Miðaldakvöldverður í Skálholti 23. Júní!

Boðið verður upp á miðaldakvöldverð í Skálholti föstudaginn 23. Júní. Byrjað verður með staðarskoðun í kirkjunni kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst kl. 19. Mikið er í lagt, matfanga aflað með sérstökum hætti víða af landinu og griðkonur í búningum reiða fram mat og vín (fordrykkur innifalinn). Veislustjóri er Halldór Reynisson starfandi rektor Skálholtsskóla og…

Hátíðar – og fermingarmessa á hvítasunnudag 4. júní kl. 14:00

Hátíðar- og fermingarmessa í Skálholtsdómkirkju   hvítasunnudag 4. júní kl. 14:00   Fermd verða: Alice Alexandra Flores,  Lindarbraut 11,  840 Laugarvatn Guðrún Birna Þórarinsdóttir,  Réttarási 9,  801 Selfoss Hildur Anna Sigurbjörnsdóttir,  Háholti 5,  840 Laugarvatn  Jóna Kolbrún Helgadóttir,  Dalbraut 2,  801 Selfoss Ólafur Magni Jónsson,  Drumboddsstöðum, 801 Selfoss Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson,  Miðholti 1, 801 Selfoss …

“Hugrekkið að vera sannur“ – námskeið í gestalt sálmeðferðarfræði í Skálholti

„Hugrekkið að vera sannur – umbreyting á samskiptum“ heitir námskeið sem haldið verður í Reykjavík og í Skálholti dagana 4. – 11. Júní. Námskeiðishaldarar og leiðbeinendur eru Cathy Grey (Philadelphia Gestalt Institute) og Carol Swanson (Portland Gestalt Institute). Þær hafa báðar unnið áratugum saman sem félagsráðgjafar og gestalt þerapistar í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að vekja…

Messa í Skálholtsdómkirkju 28. maí kl. 11:00

Messa í Skálholtsómkirkju sunnudag 28. maí kl. 11:00. Innihald prédikunar byggist m.a. á þessum orðum úr Jóhannesargðspjalli: „Ég bið ekki að þú takir þá úr heiminum heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa.“  Í framhaldi er spurt: Hvert er framlag okkar, hvers og eins,  til að gera heiminn betri? Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og þjónar…