Fréttir

Málþing um fornleifar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnins við Suðurgötu

Skálholtsfélag hið nýja boðar til málþings um fornleifar í Skálholti föstudaginn 23. febrúar kl 16:00 – 18:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnins við Suðurgötu.   Erindi flytja: Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar – Hlutverk ríkis, kirkju og sveitarfélaga í minjavernd. Dr.Gavin Lucas, prófessor – Um niðurstöður fornleifarannsóknanna í Skálholti 2000-2007 Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur – Minjar í landi Skálholts – nýjar uppgötvanir…

Kyrrðardagar fyrir konur 22. – 25. febrúar 2018

Leiðsögn Guðs – „Þitt orð er lampi fóta minna…“ (Sálm. 119:105) er yfirskrift Kyrrðardaga kvenna en þeir eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað. Allt umhverfi Skálholts býður upp á frið, kyrrð og næringu fyrir líkama, anda og sál. Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 22. febrúar…

Helgihald í Skálholtsdómkirkju um jólin

Um jólin 2017 verður helgihald í Skálholtsdómkirkju sem hér segir: ÞORLÁKSMESSA 23. DESEMBER Hádegismessa í kjallara kirkjunnar kl. 12.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Allir eru velkomnir. AÐFANGADAGUR JÓLA 24. DESEMBER Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadagskvöld kl. 18.00. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup annast prestsþjónustuna. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sungnir…

Aðventan í Skálholti 2017

Tónleikar, aðventustundir og helgihald verður á boðstólum á aðventunni í Skálholtsdómkirkju eins og endranær. Fimmtudaginn 30. nóvember og föstudaginn 1. desember kl. 20 verða tónleikar Kórs Menntaskólans á Laugarvatni. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Sunnudaginn 3. desember kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta sem Bergþóra Ragnarsdóttir djáknakandídat annast ásamt sr. Agli Hagllgrímssyni og Jóni Bjarnasyni organista. Fimmtudaginn 7.…

Þrettándaakademían 2018 – íhugun, samskipti og áskoranir

Hin árlega Þrettándaakademía verður haldin í Skálholti dagana 3. – 5. janúar n.k. Að þessu sinni mun Dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um íhugunarkristindóm;  Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur fjallar um samskipti á öruggum grundvelli og fjórir prestar ræða um áskoranir í þjónustunni. Það er Prestafélag Íslands sem heldur Þrettándaakademíuna og hefur gert um langt árabil. Hún…

Meðvirkninámskeið 12. – 16. febrúar 2018

Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. Dagana 12. – 16. febrúar 2018 verður boðið upp á tuttugasta og fyrsta námskeiðið hér í Skálholti um meðvirkni. Umsjón með námskeiðinu hefur Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir auk ráðgjafa frá Lausninni. Námskeiðið hefst kl. 10.00…

Kyrrðardagar í Skálholti  26. apríl – 2. maí 2018

Skráning er hafin. Snemmskráning til 15. febrúar 2018. Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í annað sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan…

Viðgerð á gluggum Skálholtsdómkirkju hafin

Í morgun luku starfsmenn Oidtmann glerverkstæðisins í Þýskalandi við að taka fimm glugga úr Skálholtsdómkirkju og pakka þeim inn í sérstakan gám sem verður sendur til Þýskalands á næstu dögum. Þar með er langþráð viðgerð þessara merku glugga Gerðar Helgadóttur hafin. Verkið var unnið undir stjórn Stefan Oidtmann en hann er núverandi eigandi þessa rótgróna…

Lætur af störfum sem vígslubiskup – en þjónar áfram

Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti lét af störfum, sökum aldurs, á siðbótardaginn 31. október s.l. en mun þó þjóna áfram uns ný vígslubiskup tekur til starfa. Hann lauk sínum störfum formlega með því að prédika við messu í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 29. október s.l. en á eftir bauð stjórn Skálholts  kirkjugestum til hádegishressingar í…

Tónleikar á minningardegi um Jón Arason

Á minningardegi um Jón Arason biskup 7. nóvember kl. 20.00, flytja kirkjukórar Suðurprófasdæmis árlega tónleikadagskrá. Í þetta sinn í Hveragerðiskirkju þar sem fimm steindir gluggar Skálholtskirkju verða teknir niður þennan dag og sendir til Þýskalands í viðgerð. 6 kórar, alls rúmlega 100 söngvarar flytja fjölbreytta kirkjutónlist. Þetta eru Kór Hveragerðiskirkju, Kór Þorlákskirkju, Kór Selfosskirkju, Kór…

Aðventan í slökun og kyrrð – Kyrrðardagar 1. – 3. desember

Slökun og kyrrð  eru leiðarstef þessara Kyrrðardaga þar sem lagt er upp með að ganga inn í aðventuna og jólin án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Um leið upplifum við upphaf aðventunnar í helgihaldi og þeirri fallegu tónlist sem mótar þennan árstíma. Kyrrðardagarnir hefjast föstudaginn 1. desember og eru fram…

Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga í nóvember

Jón Bjarnason dómorganisti heldur orgeltónleika í hádeginu þrisvar sinnum í viku í nóvember. Tónleikarnir eru um það bil 30 mínútur. Hægt verður að kaupa sér léttan hádegisverð í Skálholtsskóla að loknum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 12:00 og verða svo miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga út mánuðinn alltaf klukkan 12:00-12:30. Markmið tónleikanna er…

Kyrrðardagar vetrarins í Skálholti

Nú í vetur eins og undanfarin ár eru margvíslegir og ólíkir kyrrðardagar haldnir í Skálholti. Nú í haust voru haldnir kyrrðardagar kvenna. Þessir dagar verða í vetur:   Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla…

Gróðursett í minningarlundi um látin börn

Faðmlagshópurinn en það er hópur foreldra sem misst hafa barn gróðursetti 2. september s.l. birkiplöntur í minningarlundi í skógaræktarlandi Skálholts. Hópurinn sem varð til innan vébanda Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í því skyni að aðstoða fólk við að takast á við þá erfiðu sorg að missa barn. Eftir að starfi innan Nýrrar…

„Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Þessir dagar pílagrímsins eru ekki í þögn nema á skilgreindum tímum. Leiðbeinendur Þau sem…