Finnur Jónsson

Finnur Jónsson var biskup í Skálholti 1754–1785.

Finnur setti saman í Skálholti kirkjusögu Íslands á latínu í fjórum bindum.

Hann lærði í Skálholti og Kaupmannahöfn. Hlaut fyrstur Íslendinga doktorsnafnbót í guðfræði. Tregur að taka við biskupsembætti, einkum innistæðu stólsins og ráðmennsku, þó dugmikill og hirðusamur í embættisrekstri. Gætti meðalhófs; tók vægt á smámunum og jafnaði oft í kyrrþey en um hin stærri brot tók hann fast í taumana, þó aldrei hranalega. Endurheimti yfirráð yfir skóla og stólseignum.

Eftir hann liggur fjöldi útgefinna rita og handrita, einkum um guðfræði og kirkjusögu. Í kjölfar Skaftárelda reið yfir Suðurland 1784 stórkostlegur jarðskjálfti. Brynjólfskirkja skemmdist lítið en önnur hús á staðnum féllu niður eða skekktust. Kvikfé flest hafði fallið veturinn áður. Mátti þar naumast meiri auðn verða. Finnur aftók þó að flytja og var gengið í að hrófla upp skýli yfir hann og þjónustufólk hans en Guðríður lögréttumannsdóttir frá Mávahlíð var þá löngu látin. Enn eru til 16 erfiljóð eftir hana á latínu og af þeim ortu skólapiltar 10. Guðríður var mjög lofuð í þessum kvæðum.

← Til baka