Hannes Finnsson

Hannes Finnsson var biskup í Skálholti 1777–1796.

Hannes var langdvölum við fræðastörf í Kaupmannahöfn og var einn helsti brautryðjandi upplýsingarstefnunnar á Íslandi.

Hannes var menntaður í Skálholtsskóla og Kaupmannahöfn. Talinn fjölmenntaðasti maður á Íslandi á sínum tíma. Þekking hans var yfirgripsmikil og djúp, dómgreindin skörp. Vel heima í náttúrufræði, stærðfræði, sagnfræði, hagfræði og málfræði. Af fjölmörgum ritum hans má nefna Um mannfækkun af hallærum á Íslandi er birtist í ritum lærdómslistafélagsins og Kvöldvökur, alþýðlegt tímarit í anda upplýsingarstefnunnar.

Hannes keypti Skálholt þegar biskupsembættið var flutt til Reykjavíkur og bjó þar áfram. Við lát hans var Valgerður 25 ára. Hún lét rífa Brynjólfskirkju sem var orðin afar hrörleg og reisa aðra minni, Valgerðarkirkju. Valgerður varðveitti handritasafn Steingríms biskups Jónssonar, síðari eiginmanns síns, Hannesar biskups, Finns biskups og Jóns í Hítardal, föður hans.

Myndaði það grunn að handritadeild Landsbókasafnsins.

← Til baka