Jón Árnason

Jón Árnason var biskup í Skálholti 1722–1743.

Jón var með stjórnsamari biskupum landsins. Hann var bindindismaður og var lítið gefinn fyrir fornaldarskáldskap. Hann lét prenta kennslubækur í þágu Skálholtsskóla, samdi latnesk-íslenska orðabók sem enn er í fullu gildi, auk fjölda ritgerða. Þá eru bréfabækur hans miklar að vöxtum.

Strangur kennari
Jón var strangur kennari og neitaði að vígja prestsefni ef honum þótti skorta á þekkingu og vék prestum úr embætti fyrir ámælisverða framkomu. Vildi banna innflutning brennivíns og tóbaks. Samdi fjölda ritgerða, prentaði latneska málfræði, sálmabækur og Fingrarím, en listina að finna hátíðis- og messudaga og telja ár á fingrum sér hafði ritlast með tilkomu nýja stíls eða gregoríanska tímatalsins. Jón gerði ekki betur en að halda í horfinu um fjárhag stólsins og var þó fjárgæslu- og reglumaður. Vandlátur um siðferði skólapilta en aðbúnaður ölmusupilta í skólanum var orðinn mjög bágur um þessar mundir. Á tuttugu ára ferli hans sem fyrrum skólameistara á Hólum var sagt að aðeins tveir piltar hefðu sloppið við barsmíðar. Jón var gildvaxinn, einarður og hreinskilinn en strangur. Hélt ekki ráðsmann sem var einsdæmi um biskupa, enda atorkusamur.

Guðrún var dóttir Einars Þorsteinssonar Hólabiskups. Hún lést árið 1752.

← Til baka