Minjar

Minjar sem hafa varðveist í Skálholti eru margar og merkilegar.

Skálholt og handritaarfurinn
Skálholt skipar merkilegan sess í örlaga- og varðveislusögu íslenskra miðaldabóka og handrita. Nánar um handritaarfinn.

Athyglisverðir munir í dómkirkjunni í Skálholti
Inni í kirkjunni eru hlutir sem eru taldir mikilsverðir. Í kjallara dómkirkjunnar er lítið en merkilegt safn.

Minjar við Skálholt
Skólavarðan gamla stendur þó enn að nokkru, norðaustur frá staðnum. Virkishóll er við norðausturhorn kirkjugarðsins, sagður frá ófriðardögum um siðbót, þegar staðarmenn héldu uppi vörnum gegn Jóni Arasyni og her hans.

Minnisvarði Jóns biskups er hins vegar ekki gamall. Erlend kona lét reisa hann snemma á þessari öld, og enginn veit raunar, hvar aftakan fór fram.

Jarðgöngin, sem lágu milli kirkju og skóla, voru endurbyggð haustið 1958. Talið er fullvíst, að neðstu hleðslur og gólf séu með áþekkum ummerkjum sem á miðöldum.

Munir á Þjóðminjasafni
Fáeinir munir eru í Þjóðminjasafni Íslands. Þar er húnninn af bagli Páls biskups, og þar er kaleikurinn góði, frá því um 1300, einn hinna mestu gersema af fornum kirkjugripum.

← Til baka