Gluggar Gerðar Helgadóttur – söfnun í Verndarsjóðinn

                                                                                                                                                                     Eins og fram hefur komið þarf að fara í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju. Til þess að fjármagna viðgerðina var stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju  en verkefni hans eru varðveisla og viðgerðir á þjóðargersemum á Skálholtsstað, meðal annars listgluggum Gerðar Helgadóttur.
Framlög eru farin að berast í sjóðinnn, m.a. gáfu tveir kórar sem sungu í Skálholti í vor aðgangseyri til sjóðsins og nýlega gáfu hjón frá Hawai sem voru hér 100 dollara í sjóðinn þegar þau fréttu af söfnuninni og hversu brýnt væri að ráðst í viðgerðir.

Verndarsjóðurinn tekur á móti frjálsum fjárframlögum, sem með kvittun eru frádráttarbær frá skatti, til þessara þjóðargersema.Upplýsingar um reikning sjóðsins eru eftirfarandi:

0152-15-380808,

kt. 451016-1210