Gróðursett í minningarlundi um látin börn

Faðmlagshópurinn en það er hópur foreldra sem misst hafa barn gróðursetti 2. september s.l. birkiplöntur í minningarlundi í skógaræktarlandi Skálholts.

Hópurinn sem varð til innan vébanda Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í því skyni að aðstoða fólk við að takast á við þá erfiðu sorg að missa barn. Eftir að starfi innan Nýrrar dögunar lauk hefur hópurinn haldið áfram og tengst vináttuböndum í því skyni að styðja hvert annað á sorgargöngunni.

Sú hugmynd varð til í fyrra að stofna minningarlund á skógræktarsvæði Skálholts fyrir norðan og austan þjóðveginn. Erindið var auðsótt og gróðursettu foreldrarnir úrvalsplöntur af emblubirki í minningarreitnum sem áður segnir en hann er rétt fyrir ofan túnið innan skógræktarmarkanna.