Um jólin 2017 verður helgihald í Skálholtsdómkirkju sem hér segir:
ÞORLÁKSMESSA 23. DESEMBER
Hádegismessa í kjallara kirkjunnar kl. 12.00.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna. Allir eru velkomnir.
AÐFANGADAGUR JÓLA 24. DESEMBER
Hátíðarguðsþjónusta á aðfangadagskvöld kl. 18.00.
Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur og sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup annast prestsþjónustuna.
Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Organisti er Jón Bjarnason.
JÓLANÓTT 24 – 25. DESEMBER
Miðnæturmessa á jólanótt kl. 23.30.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup, annast prestsþjónustuna.
Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Organisti er Jón Bjarnason.
JÓLADAGUR 25. DESEMBER
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00.
Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Skálholtskórinn syngur. Organisti Jón Bjarnason.
Sungnir verða hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
GAMLÁRSDAGUR 31. DESEMBER
Hátíðarmessa á gamlársdag kl. 17.00.
Sr. Axel Njarðvík, héraðsprestur, annast prestsþjónustuna. Skálholtskórinn syngur. Organisti Jón Bjarnason.