“Hugrekkið að vera sannur“ – námskeið í gestalt sálmeðferðarfræði í Skálholti

„Hugrekkið að vera sannur – umbreyting á samskiptum“ heitir námskeið sem haldið verður í Reykjavík og í Skálholti dagana 4. – 11. Júní.

Námskeiðishaldarar og leiðbeinendur eru Cathy Grey (Philadelphia Gestalt Institute) og Carol Swanson (Portland Gestalt Institute). Þær hafa báðar unnið áratugum saman sem félagsráðgjafar og gestalt þerapistar í Bandaríkjunum.

Tilgangurinn er að vekja sköpunarkraftinn til að losna út úr fíkn og vanabundinni hegðun, finna styrk í því að vera tilfinningalega opin og styrkja meðvitund um hin ósögðu skilaboð í samböndum og dýpka innsæi auk heldur að lifa í líkamlegri meðvitund í daglegu lífi.

Námskeiðið er grundavallað á kenningu Gestalt sálmeðferðarfræðinnar, og þá í gegnum

jarðbundna meðvitund (awareness) í núinu.

Áhugasamir hafi samband við Hákon Leifsson, Kríunesi 8, 210 Garðabæ, GSM 6181551 eða

netfangið: hakon@vortex.is