Karlakór Grafarvogs- 13. maí kl 15.

Tónleikarnir Karlakórs Grafarvogs í Skáholtskirkju hefjast kl 15:00 laugardeginn 13. maí. Tilefnið er að leggja lið við söfnun í gluggasjóð Skálholts. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í sjóðinn en aðgangseyrir er aðeins kr. 2.500.-

Karlakór Grafarvogs er ungur kór, einungis 6 ára sem hefur engu að síður  vakið athygli fyrir fjölbreytt og létt lagaval og frjálslega framkomu, undir stjórn stofnanda kórsins Írisar Erlingsdóttur söngkonu.

Á efnisskránni í vor eru lög tileinkuð sveitinni, bæði hefðbundnar ísl. perlur s.s. Þú komst í hlaðið, Undir dalanna sól, Ríðum sveinar senn ogfl. En einnig er þar að finna nýjar útsetningar  Írisar Erlingsdóttur fyrir karlakór á laginu Ring of fire, sem Jhonny Cash gerði ódauðlegt, sem og lagi Skriðjöklanna um Hryssuna bláu.

Kórnum til fulltingis verða hljóðfæraleikarar;  píanó, trommur, bassi og trompet.

Tilvalið tækifæri til að bregða sér í kirkju og hita upp fyrir Evrovisionkeppni kvöldsins – lofum góðri stemmingu.

Vonumst til að sjá sem flesta.