Kirkjuskipan Kristjáns III. og upphaf siðbreytingar á Íslandi – Málþing í Skálholti 2. september

Kristján III

Annan september 1537 undirritaði Kristján III. Danakonungur nýja kirkjuskipan. Með þeim gjörningi staðfestist að til var orðin ný kirkja sem tók við af hinni rómversk kaþólsku kirkju í öllum hans löndum og hertogadæmum.

Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að halda málþing um kirkjuskipanina og upphaf siðbreytingarinnar á Íslandi í Skálholti  hinn 2. september 2017.

Málþingið er hluti af dagskrá Skálholts í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar sem kennd er við Martein Lúter.

Málþingið hefst klukkan 13.00 laugardaginn 2. september og stendur til klukkan 17.00.  Fluttir verða fjórir 25 mín. fyrirlestrar. Fyrirlesarar eru Árni Daníel Júlíusson, Þorgeir Arason, Guðrún Ása Grímsdóttir og Torfi K. Stefánssson Hjaltalín. Á milli fyrirlestranna gefst tími fyrir spurningar og  viðbrögð þátttakenda.   Málþingi stýrir Kristján Valur Ingólfsson.

Dagskrá málþingsins.

  1. 00 Málþingið sett.

13.15   Árni Daníel Júlíusson. Söguritun um siðbreytinguna. Spjall í tilefni af 500 ára afmælinu.

14.00   Þorgeir Arason Guðsþjónustan og lúthersk kirkjuskipan á íslensku 1541

14.45   Kaffihlé

15.15  Guðrún Ása Grímsdóttir  Staðarhald í Skálholti á siðskiptatíma.

16.00   Torfi K. Stefánsson Hjaltalín. Gissur Einarsson Skálholtsbiskup, siðaskiptin 1541-1542 og fyrstu ár siðbótarinnar.

16.45. Samantekt.

17.00   Kaffi og brottför

Um fyrirlesarana:

 Árni Daníel Júlíusson er doktor í sagnfræði og starfar við Þjóðminjasafnið og ReykjavíkurAkademíuna.

Þorgeir Arason lauk embættisprófi og MA prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hann er nú sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli.

Guðrún Ása Grímsdóttir er cand mag í miðaldasagnfræði og rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar.

Torfi K Stefánsson Hjaltalín er doktor í trúfræði og sjálfstætt starfandi fræðimaður.