Fellt niður -Kyrrðardagar pílagríma 2017

Því miður þá verður að fella niður kyrrðardaga Pílagríma vegna þátttökuleysis.

 

Stef pílagrímsins verða í brennidepli á kyrrðardagar Pílagríma í Skálholti 20. til 23. apríl 2017. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, kyrrð, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Stundum í kyrrð – stundum í samtali.

Undirbúningur undir frekari pílagrímagöngur.

Þeir sem leiða Kyrrðardaga pílagríma 2017 eru Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur Suðurprófasdæmis og Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur Háteigsprestakalls.

Pílagrímadagarnir kosta: 39.000 kr. (afsláttur ef tveir/tvö/tvær deila herbergi). Þeir hefjast með kvöldverði kl. 19:00 á fimmtudeginum og lýkur um kl. 14:00 á sunnudeginum.

Skráning er í Skálholtsskóla; – sími 486-8870 – skoli@skalholt.is og eins hér neðar á vefsíðunni.

Þátttakendur hafi með sér gönguskó og útivistarfatnað, en einnig dagpoka, glósubók og teppi.

Nánari upplýsingar veita Axel 856-1574, axel.arnason@kirkjan.is og Eiríkur 864 0802 eirikur@hateigskirkja.is

Gisting í eins manns herbergjum með baði, umbúin rúm og handklæði. Tveir geta deilt herbergi ef því er að skipta. Verð kr. 39.000. Hægt að dreifa greiðslum. Einnig er hægt að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu.

 

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur 20. apríl Sumardagurinn fyrsti:

Kl. 14-18 Útivist og ganga um Skálholtsstað, gengið að þremur aðkomuleiðum fólks heim í Skálholt. Kaffi hressing tekin með í bakpoka.
Kl. 18 Kvöldbænir í Skálholtskirkju
Kl. 19:00 Kvöldverður.
Kl. 20:00 Samvera við arininn í setustofu, kynning, hvað er að vera pílagrímur?
Kl. 21:30 Kyrrðarstund í Gryfju.

Föstudagur 21. apríl:

Kl. 7:30 Morgunstund gefur gull í mund. Íhugun í Gryfju
Kl. 8:30 Morgunmatur.
Kl. 9:00 Morguntíð í kirkju.
Kl. 9:30 Fyrsta ganga, – stef:
Kl. 12:00 Hádegismatur.
Kl. 14:00 Önnur ganga – stef: ?

EÐA

Kl. 9:30 – 16:00 5-6 tíma ganga dagsins, hádegisnesti tekið með, Iða-Vörðufell- niður hjá Ólafshaugi, vestan Vörðufells og norður með vesturhliðinni aftur að Iðu. 4 hugleiðingar á leiðinni, kyrrð og samtal.

Kl. 16:00 Kaffi.
Kl. 18:00 Kvöldtíðir í kirkju.
Kl. 18:15 Íhugun í kirkju.
Kl. 19:00 Kvöldverður
Kl. 20:00 Samvera við arininn – Grunngildi pílagrímsins
Kl. 21:30 Kyrrðarstund í Gryfju.

Laugardagur 22. apríl:

Kl. 7:30 Morgunstund gefur gull í mund. Íhugun í Gryfju
Kl. 8:30 Morgunmatur.
Kl. 9:00 Morguntíð í kirkju.
Kl. 9:15 Gengið niður á Skálholholtstungu.
Kl. 12:30 Hádegismatur.
Kl. 14:00 Ráðstefna í Skálholtsskóla sem átti að fléttast saman verður annan dag og því breytist þessi liður og verður að þessum:

Kl. 14:00 Þriðja ganga

Kl. 16:00 Kaffi.
Kl. 18:00 Kvöldtíðir í kirkju.
Kl. 18:15 Íhugun í kirkju.
Kl. 19:00 Kvöldverður.
Kl. 20:00 Samvera við arininn – Ganga og reynsla pílagrímsins: gestur
Kl. 22:00 Kvikmyndin The Walk

Sunnudagur 23 apríl:

Kl. 8:30-9:00 Morgunmatur.
Kl. 9:00 Morgunstund gefur gull í mund. Ganga á sunnudagsmorgni
Kl. 11:00 Pílagrímamessa í Skálholtsdómkirkju
Kl. 12:00 Hádegisverður.
Kl. 12:45 Lokasamvera í setustofu, – við deilum reynslu, hugsunum, upplifun.
Kl 13:45 Heimferð

Hagnýtt: Pílagrímadagar eru stef við kyrrðardaga eins og þeir hafa verið iðkaðir hér í Skálholti í aldarfjórðung, nema ekki er gengið inn í þögn nema á ákveðnum tímum, t.d. á morgnana og fram í gönguferðir. Einnig þögn eftir kaffi og fram að kvöldmat.

Dagskráin er tilboð en engin er bundinn að mæta á alla dagskrárliði.

Klæðnaður: Gott er að hafa útiklæðnað, regngalla og gönguskó, göngustafi, lítin göngupoka. Einnig léttan klæðnað fyrir inniveru og inniskó.

Matur: Grænmeti og grænmetisréttir f. þau sem ekki borða kjöt og fisk.

Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar:

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]