Kyrrðardagar á vormisseri 2017

vetur-500x280

Kyrrðardagar f. guðfræði- og djáknanema    27-29 janúar
Umsjón:  Sr. Halldór Reynisson, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og sr. Þorvaldur Víðisson

Kyrrðardagar fyrir konur 9. – 12. mars

Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umhverfi Skálholts býður upp á hvíld, kyrrða, næði og næringu fyrir líkama sál og anda. Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 9. mars kl.18:00 og þeim lýkur með þáttöku í messu  sunnudag 12. mars kl. 11.
Umsjón: Anna Stefánsdóttir, Kristín Sverrisdóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir.

Kyrrðardagar í dymbilviku   12.-15. apríl
Kyrrðardagar í dymbilviku í Skálholti eru elstir meðal kyrrðardaganna. Þeir hafa verið haldnir í rúman aldarfjórðung. Óhætt er að segja að enginn hafi sett svip sinn á þá og á mótun þeirra meir en Sigurbjörn Einarsson biskup sem leiddi þá um margra ára skeið.Kyrrðardagarnir hefjast miðvikudaginn í dymbilviku með kvöldbænum kl. 18 og þeim lýkur laugardaginn fyrir páska um hádegi. Umsjón sr. Kristján Valur Ingólfsson bvígslubiskup í Skálholti.

Pílagrímakyrrð 20. -23. apríl
Þessir kyrrðardagar leggja áherslu á útivist og göngur og pílagrímahefðina. Þeir falla að málþingi sem Skálholtsfélagið heldur um pílagrímastefið laugardaginn 22. apríl. Umsjón sr Axel Njarðvík héraðsprestur. Samhliða verður haldið málþing um pílagrímahugsunina í skálholti laugardaginn 22. apríl í umsjá Skálholtsfélagsins.

Kyrrðarbæn og íhugun 4.- 7. maí
Einstakt tækifæri í einstöku umhverfi Skálholts, að dvelja langa helgi eða vikutíma í kyrrð og hugleiðslu/íhugun. Um er að ræða kyrrðardaga þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ (Centering prayer) er iðkuð ásamt fræðslu, hreyfingu og útivist. Einnig býðst frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama. Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandidat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.