Í þrjá áratugi hafa verið kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku. Þeir hefjast síðdegis á miðvikudegi fyrir skírdag og þeim lýkur um hádegi laugardaginn fyrir páska. Frá miðvikudagskvöldi til laugardagsmorguns ríkir þögn. Það merkir að engin samtöl í orðum fara fram milli þáttakendanna allan þann tíma. Þögnin er einungis rofin ef þátttakendur vilja taka undir söng og bæn á föstum bænastundum, og ef þeir óska samtals í einkasamtölum.
Inntak kyrðardaga er að gefa þáttakendum tóm til að eiga stefnumót við Guð. Ríkulegum tíma varið til bæna, íhugunar og samfélags í kyrrð. Einungis lágvær tónlist í matsal rýfur kyrrðina innan húss. Fullkomin kyrrð á að ríkja í húsinu frá klukkan tíu að kveldi til klukkan átta að morgni. Matmálstímar að morgni, um hádegi og um kvöld eru fastsettir, en tími fyrir kaffi og te eru frjálsir. Fastir tímar eru einnig fyrir íhuganir og einkasamtöl í húsinu, og fyrir bænahald og guðsþjónustur í kirkjunni. Þátttaka í þeim stundum er frjáls. Reynt er að hafa góðan tíma milli dagskráratriða til útivistar eða annarrar iðju að eigin vali. Verð 39.000 kr.
Dagskrá kyrrðardaga 2018
28. mars miðvikudagur í dymbilviku
16.00 – 18.00 Þáttakendur koma í Skálholt og koma sér fyrir á herbergjum.
18.00 Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju
18.30 Kvöldverður
19.30 Samvera í setustofu. Dagskráin kynnt. Þátttakendur kynna sig.
Gengið inn í þögnina.
20.30 Náttsöngur í Skálholtsdómkirkju
29. mars 2018 Skírdagur
08.00 Vakið með söng. Morgunverður
09.00 Morgunbæn í Skálholtsdómkirkju
10:00 Íhugun í sal (kapellu) Skálholtsskóla.
Frjáls tími. T.d. útivist ef veður leyfir.
12.00 Hádegisbænir í kapellu. Hádegisverður.
Frjáls tími til kl. 17.00
13.30-15.00 Einkasamtöl á skrifstofu rektors
15.00 – 16.30 Kaffi og te á borðum í matsal
17.00 Íhugun í sal (kapellu)
18.00 Kvöldbænir í Shálholtsdómkirkju
18.30 Kvöldverður
20.00 Messa á skírdagskvöldi í Skálholtsdómkirkju
Getsemanestund í kirkjunni að lokinni messu
30. mars 2018, Föstudagurinn langi
08.00 Vakið. Morgunverður
09.00 Morgunguðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju
10:00 Íhugun í Skálholtsskóla.
Frjáls tími m.a. til útiveru
11.00 Einkasamtöl á skrifstofu rektors
12.00 Hádegisbænir í kapellu. Hádegisverður
16:00 Guðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju með lestri píslarsögunnar og passíusálma. Kórsöngur og orgelleikur.
17.30 – 18.30 Einkasamtöl
19:00 Kvöldverður
21.00 Íhugun í kapellu
31. mars 2018 Laugardagur fyrir páska
08.00 Vakið. Morgunverður
09.00 Árdegismessa í Skálholtsdómkirkju
11.00 Samvera í setustofu. Þögn aflétt.
12.15 Hádegisverður
13:00 Fararblessun í Skálholtsdómkirkju og Brottför
Umsjón kyrrðardaganna 2018 hefur Kristján Valur Ingólfsson.
Frekari upplýsingar í síma Skálholtsskóla 486 8870.
Vinsamlega notið þetta form til skráningar: