Kyrrðardagar í Skálholti í dymbilviku 2017

Kyrrðardagar hafa verið haldnir í dymbilviku í Skálholti síðan 1987 öll árin nema eitt. Kyrrðardagar 2017 eru þess vegna þeir þrítugustu í röðinni.

Markmið kyrrðardaganna í Dimbilviku 2017 er að draga fram helstu einkenni kyrrðardaganna frá þeim árum þegar Sigurbjörn biskup Einarsson mótaði yfirbragð þeirra. Að því frátöldu sem er óuppfyllanlegt og er það skarð sem hann skildi eftir. En við munum samt hlýða á eina af íhugunum hans klukkan fimm síðdegis á skírdag.

Forsendur þeirra sem sækja kyrrðardaga eru af ýmsum toga. Einungis eitt er þeim sameiginlegt: Inntak kyrðardaganna er stefnumót við æðri mátt. Við Guð. Þess vegna er ríkulegum tíma varið til bæna, íhugun heilagrar ritningar og samfélags í í kyrrð. Engin samtöl í orðum fara fram milli þáttakendanna frá fyrsta kvöldi til síðasta hádegis, en lágvær tónlist er í matsal. Þögnin er einungis rofin með söng og bæn á kyrrðar – og bænastundum, og í einkasamtölum.

Íhuganir kyrrðardaga í dimbilviku fjalla um lykilspurningar kristindómsins og trúarlífsins, og einkum um það hvernig þær eru, eða geta verið, leiðarstef í samfélaginu við Guð og trúsystkinin, en einnig við þau sem aðhyllast aðrar trú eða enga.

Við munum einnig hugleiða og biðja fyrir framtíð kristinnar trúar meðal landsmanna okkar og í alþjóðlegu samhengi á siðbótarárinu 2017.

Verð 39.000 kr

Vinsamlega notið formið til skráningar

Fullt nafn (krafist)

Kennitala (krafist)

Netfang (krafist)

Símanúmer (a.m.k. eitt)

Ósk um sérfæði?

Fjöldi þátttakenda:

Skilaboð


[Þetta er til að koma í veg fyrir ruslpóst]

Nánar um dagskrána.

12. apríl miðvikudagur í dymbilviku

16.00 – 18.00 Komið á staðinn
18.00  Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju
18.30  Kvöldverður
19.45 Samvera í setustofu. Kynning dagskrár og þátttakenda

Síðan gengið inn í þögnina.

21.00  Náttsöngur í Skálholtsdómkirkju

 

13. apríl Skírdagur
08.00  Vakið með söng. Síðan morgunverður
09.00  Morgunbæn í Skálholtsdómkirkju
10:00  Íhugun í sal (kapellu) Skálholtsskóla.
Síðan frjáls tími t.d. til útivistar
12.00  Hádegisbænir og síðan Hádegisverður.
13.30-15.00 Einkasamtöl

Kaffi og te er á borðum frá 15.00 – 16.30
17.00   Íhugun í sal (kapellu)

18.00  Kvöldbænir í Shálholtsdómkirkju

18.30  Kvöldverður
20.00  Messa á skírdagskvöldi í Skálholtsdómkirkju
Getsemanestund í kirkjunni að lokinni messu

14. apríl Föstudagurinn langi
08.00  Vakið. Morgunverður
09.00  Einföld morgunguðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju
10:00  Íhugun í Skálholtsskóla.
Síðan frjáls tími til útiveru eða annars
11.00  Einkasamtöl
12.00  Hádegisbænir og Hádegisverður
16:00  Samkoma í Skálholtsdómkirkju með lestri píslarsögunnar og passíusálma. Kórsöngur og orgelleikur
17.30 – 18.30
Einkasamtöl
19:00  Kvöldverður
21.00  Íhugun í kapellu

15. apríl Laugardagur
08.00  Vakið. Morgunverður
09.00  Árdegismessa í Skálholtsdómkirkju
11.00  Samvera í setustofu. Þögn aflétt.
12.15  Hádegisverður
13:00  Fararblessun í Skálholtsdómkirkju
Brottför

Starfsfólk
Umsjón dagskrár, helgihald og íhuganir sr. Kristján Valur Ingólfsson
Guðsþjónustur á skírdag og föstudaginn langa, sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtskórinn og Jón Bjarnason, organisti
Starfsfólk Skálholtsskóla: Hólmfríður Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri, Sölvi Hilmarsson, matreiðslumaður, Halldór Reynisson, verkefnisstjóri (rektor).