Kyrrðardagar vetrarins í Skálholti

Nú í vetur eins og undanfarin ár eru margvíslegir og ólíkir kyrrðardagar haldnir í Skálholti. Nú í haust voru haldnir kyrrðardagar kvenna. Þessir dagar verða í vetur:

 

Að ganga með sjálfum sér“ Pílagrímadagar 6. – 8. október
Stef pílagrímsins verða í brennidepli á Pílagrímadögum í Skálholti 6. – 8. október n.k. Lögð er áhersla á útivist og göngur út frá staðnum, hollustu í mataræði, slökun og kyrrðarstundir – að ganga með sjálfum sér og að ganga með öðrum. Þessir dagar pílagrímsins eru ekki í þögn nema á skilgreindum tímum. Sjá nánar á slóðinni: http://gamalt.skalholt.is/ad-ganga-med-sjalfum-ser-pilagrimadagar-6-8-oktober/
Þau sem leiða Pílagrímadagana eru sr. Elínborg Sturludóttir, sr. Halldór Reynisson og Margrét Jónsdóttir Njarðvík spænskufræðingur og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo en hún hefur leitt pílagrímagöngur til Santiago de Compostela undanfarin ár.

Kyrrðardagar á aðventu 1. -3. desember 2017

Kyrrðardagarnir eru fyrstu aðventuhelgina og byrja á föstudegi og eru fram á sunnudag. Umsjón hafa sr. Jóhann Magnúsdóttir og sr. Halldór Reynisson starfandi rektor í Skálholti en þau hafa bæði mikla reynslu af námskeiðahaldi og kyrrðarstarfi. Áhersla er á ró og að ganga til jólaundirbúnings án kvíða og streitu auk þess sem boði verður upp á aðventutónlist í Skálholti.

Kyrrðardagar f. guðfræði- og djáknanema    26. – 28. janúar 2018
Umsjón:  Sr. Halldór Reynisson, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og sr. Þorvaldur Víðisson

Kyrrðardagar fyrir konur 22. – 25. febrúar 2018

Kyrrðardagar kvenna eru samvera fyrir konur, sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og friði. Umhverfi Skálholts býður upp á hvíld, kyrrða, næði og næringu fyrir líkama sál og anda. Kyrrðardagar kvenna hefjast á fimmtudeginum 22. febrúar kl.18:00 og þeim lýkur með þátttöku í messu  sunnudag 25. Febrúar kl. 11.
Umsjón: Anna Stefánsdóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir.

Kyrrðardagar í dymbilviku 28. – 31. mars 2018 
Kyrrðardagar hafa verið haldnir í dymbilviku í Skálholti síðan 1987 öll árin nema eitt. Kyrrðardagar 2018 eru þess vegna þeir þrítugustu og fyrstu í röðinni. Markmið kyrrðardaganna er að draga fram helstu einkenni kyrrðardaganna frá þeim árum þegar Sigurbjörn biskup Einarsson mótaði yfirbragð þeirra. Kyrrðardagarnir hefjast á miðvikudegi fyrir skírdag kl. 18 og lýkur á laugardegi kl. 13.

Kyrrðarbæn og íhugun 26. apríl – 3. maí 2018
Einstakt tækifæri í einstöku umhverfi Skálholts, að dvelja langa helgi eða vikutíma í kyrrð og hugleiðslu/íhugun. Um er að ræða kyrrðardaga þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ (Centering prayer) er iðkuð ásamt fræðslu, hreyfingu og útivist. Einnig býðst frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama. Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandidat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Auður Bjarnadóttir, jógakennari. Sjá hér upplýsingar.