Málþing um framtíð Skálholts

 

Untitled-1

Skálholt – hvað ætlar þú að verða?

Laugardaginn 19.október var haldið málþing um stöðu og framtíð Skálholts og óhætt að segja að áhugi fólks sé mikill fyrir framtíð þessa merka sögustaðar.  Mætingin fór fram úr öllum vonum, hátt í 90 manns mættu á þessum fallega haustdegi.

Hér að neðan má finna efni sem flutt var á málþinginu.

 

Dagskrá námskeiðsins var eftirfarandi – fyrri hluti. Setning og framsöguerindi:

13:00 Setning – Jón Sigurðsson formaður Skálholtsfélagsins, sem jafnframt stýrir fyrri hluta.
13:10 Framtíðarsýn minjavörslu í Skálholti – Kristín Huld Sigurðardóttir
forstöðumaður og Pétur H. Ármannsson, arkitekt frá Minjastofnun Íslands.

13:30 Uppbygging sjálfbærrar menningarferðaþjónustu – Edward H. Huijbens,
forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðmála og prófessor við Háskólann á
Akureyri.

13:50 Skipulag Skálholtsjarðarinnar – Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
uppsveita Árnessýslu kynnir matslýsingu deiliskipulags fyrir Skálholtsjörðina
og Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup fjallar um framtíðarsýn í Skálholti.

Hér má sjámatslýsingu deiliskipulags Skálholtsjarðarinnar: Matslýsing deilskipulags Skálholtsjarðarinnar.  Hægt er að senda athugasemdir á petur(hjá)sudurland.is

Skálholt framtíðarsýn 2013

Dagskrá – síðari hluti. Pallborð og almennar umræður.

Sr. Bernharður Guðmundsson stýrir.
14:45 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ásborg Arnþórsdóttir
ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Margrét Jónsdóttir kirkjuþingfulltrúi
leikmanna Suðurprófastsdæmis og Þorfinnur Þórarinsson bóndi á
Spóastöðum og fulltrúi í Skálholtssókn bregðast stuttlega við
framsöguerindum.
15:05 – 16:00 almennar umræður um framtíðarsýn í Skálholti. Gestir eru hvattir til
að taka virkan þátt!
Lokaorð – Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir.

Hér má finna nánari upplýsingar um Skálholtsfélagið.