Miðaldakvöldverðir í Skálholti í sviðsljósinu

Eitt af því sem boðið er upp á úr arfi aldanna í Skálholti er miðaldakvöldverðurinn. Hann byggir á elstu matreiðslubók sem til Norðurlöndum og er að finna í íslensku 14. aldar handriti. Matargerðin er ríkmannleg þvert á það sem fólk kann að halda, innflutt vín og krydd svo að dæmi sé tekið í bland við séríslenska rétti sem eldaðir eru oftast ferskir. Annað kemur á óvart eins og það að fólk notar borðdúkinn til að þurrka sér.

En sjón er sögu ríkari. Nýlega heimsótti Landinn á RÚV Skálholt til að kynna sem hvernig þessi höfðingjamáltíð að hætti 12.-13. aldar manna færi fram. Hér á slóðinni má sjá umfjöllun Landans frá því sunnudaginn 14. maí s.l.

 

http://ruv.is/frett/borda-supu-an-skeidar-og-thurrka-ser-i-dukinn