Miðaldakvöldverður í Skálholti 23. Júní!

Boðið verður upp á miðaldakvöldverð í Skálholti föstudaginn 23. Júní. Byrjað verður með staðarskoðun í kirkjunni kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst kl. 19. Mikið er í lagt, matfanga aflað með sérstökum hætti víða af landinu og griðkonur í búningum reiða fram mat og vín (fordrykkur innifalinn). Veislustjóri er Halldór Reynisson starfandi rektor Skálholtsskóla og segir hann frá þeirri fornu matarkúnst sem kvöldverðurinn endurspeglar.

Miðaldakvöldverðurinn er mikil upplifun, eins og sjá má í umfjöllun Landans:

http://ruv.is/frett/borda-supu-an-skeidar-og-thurrka-ser-i-dukinn .

Verð er kr. 9500 og þarf að panta fyrirfram á netfanginu skalholt@skalholt.is . Staðfestingargjald er kr. 2000 sem greiðast inn á reikning 0151-26-12000, kennitala 610172-0169 (tilvísun miðaldakvöldverður).

Þá er einnig hægt að fá gistingu hér í Skálholti.