Miðaldakvöldverðurinn endurtekinn 27. júlí n.k. vegna mikils áhuga

Miðaldaveisla að hætti 13. aldar höfðingja í Skálholti var haldinn 23. júní s.l. og var aðsókn meiri en hægt var að sinna og urðu all-margir frá að hverfa.Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á miðaldakvöldverð fimmtudagskvöldið 27. júlí n.k. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni eftir kvöldtíðir kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst kl. 19. Mikið er í lagt, matfanga aflað með sérstökum hætti víða af landinu og griðkonur í búningum reiða fram mat og vín (fordrykkur innifalinn). Veislustjóri er Halldór Reynisson starfandi rektor Skálholtsskóla og segir hann frá þeirri fornu matarkúnst sem kvöldverðurinn endurspeglar.það skal tekið fram að mest ber á ferskum mat en ekki súrum eða söltuðum ólíkt því sem ætla mætti miðað við þorrahefðina. Aðeins 45 geta tekið þátt hverju sinni og er því mikilvægt að skrá sig snemma.

Miðaldakvöldverðurinn er mikil upplifun, eins og sjá má í umfjöllun Landans:

http://ruv.is/frett/borda-supu-an-skeidar-og-thurrka-ser-i-dukinn .

Verð er kr. 9500 og þarf að panta fyrirfram á netfanginu skalholt@skalholt.is . Staðfestingargjald er kr. 2000 sem greiðast inn á reikning 0151-26-12000, kennitala 610172-0169 (tilvísun miðaldakvöldverður).

Þá er einnig hægt að fá gistingu hér í Skálholtskóla enda fullkomin gistiaðastaða.