New Amsterdam Singers með tónleika laugardaginn 1. júlí

New Amsterdam Singers, blandaður kór frá New York syngur í Skálholtsdómkirkju n.k. laugardag 1. júlí kl. 16 og er aðgangur óleypis.

Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum erlend sem íslensk, tónlist eftir Aron Copland, negrasálmar, og svo eftir íslensku tónskáldin Hjálmar Ragnarsson og Jórunni Viðar svo að dæmi séu tekin.

Kórinn er hér á ferð í tilefni af 50 ára starfsafmæli og er mikill fengur að fá tónleika með honumí Skálholti.