Organistastefna 2016

thumbnail_paulphoenix_1

Paul Phoenix

Önnur organistastefnan verður haldin í Skálholti 18.-19. september n.k. og er ætluð öllum þeim sem starfa að kirkjutónlist, organistum, kórstjórum og öðrum tónlistarmönnum.

Að þessu sinni verður sérstakur gestur Paul Phoenix  en hann er fyrrverandi tenór the King´s Singers og stofnandi Purple Vocals. Hann mun vinna með þátttakendum, auk þess sem vinna við nýja sálmabók verður kynnt. Þátttakendur mynda kór og stjórna einnig að vild.  Valin verða þekkt kórlög og verður listi með verkunum sendum til þátttakenda.

Organistastefnan hefst sunnudaginn 18. sept. kl. 14:45 og lýkur mánudaginn 19. sept. kl. 18.

Þetta er önnur orgnistastefna Þjóðkirkjunnar en sú fyrsta var haldin í fyrrahaust og verður góður rómur að.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Bóasdóttir verkefnisstjóri kirkjutónlistar/söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar  netfang margret.boasdottir@kirkjan.is