Orgelið rokkar í Skálholtsdómkirkju

Jón Bjarnason organisti í Skálholtsprestakalli heldur orgeltónleika í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 9. júní kl. 20:00 undir yfirskriftinni „Orgelið rokkar“.

Þar flytur Jón fjölbreytilega tónlist fyrir alla fjölskylduna, allt frá Star Wars til Bach. Aðgangseyrir er 2500 kr. en ókeypðis er fyrir 12 ára og yngri.