FRESTAð! Pílagrímur á 21. öld – málþing í Skálholti 20. maí

Því miður verður áður auglýstu málþingi, Pílagrímur á 21. öld, frestað vegna veikinda aðalfyrirlesara, dr. Ian Bradley. Stefn er að því að halda það n.k. haust og verður það auglýst sérstaklega.


 

Skálholtsfélagið og Pílagrímafélagið standa fyrir málþingi um pílagríminn á 21. öld 20. maí n.k. og hefst málþingið kl. 11 í Skálholtsskóla.

Aðalfyrirlesari verður dr. Ian Bradley, en hann á fjölþættan starfsferil sem blaðamaður, kennari, rithöfundur, útvarpsmaður, fræðimaður og prestur.

Hann er forseti St Mary’s College, guðfræðideildar St Andrews háskólans í Skotlandi. Hann er lektor í kirkjusögu og kennimannlegri guðfræði og stúdentaprestur háskólans á vegum skosku kirkjunnar. Hann er einnig viðurkenndur fræðimaður á sviði sálmasögu og kirkjutónlistar og um óperur Gilbert og Sullivan.

Ian flytur reglulega fyrirlestra við háskólann í Aberdeen, auk St Andrews háskóla, er reglulega með útvarpsþætti og skrifar greinar á trúmálasíðu dagblaðsins The Times. Hann þjónaði sem prestur í ellefu ár við Holy Trinity kirkjuna í St Andrews og stýrði trúarbragðadeild BBC í Skotlandi.

Þá hefur hann ritað 35 bækur, þar af fjalla 6 um keltneska kristni. Bók hans Pilgrimage: A Spiritual and Cultural Journey hefur verið þýdd á norsku, hollensku, japönsku og arabísku. Hann vinnur nú að ritun enn einnar bókar um keltneska kristni og er virkur í að marka nýjar pílagrímaleiðir um Skotland.