Ró á aðventu – Kyrrðardagar í Skálholti 9. -11. desember 2016

DSC_0434Ró á aðventu nefnast kyrrðardagar í Skálholti helgina 9. – 11. desember þar sem lögð verður áhersla á að upplifa aðventuna og jólin í ró án þess að láta streitu og kvíða ná tökum á jólaundirbúningnum. Þá munum við kynnast nokkrum perlum aðventutónlistar á tónleikum og samverustundum í Skálholtsdómkirkju. Þessir kyrrðardagar eru ekki í þögn nema að morgni dags en eftir hádegi og á kvöldin gefst tækifæri til samfélags.

Umsjón hefur sr. Jóhanna Magnúsdóttir en hún hefur fjölbreytta reynslu af námskeiðahaldi m.a. hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð og sr. Halldór Reynisson starfandi rektor í Skálholti en hann hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki eftir áföll og missi.

Kyrrðardagarnir Ró á aðventu kosta 32.000 kr. – hægt er að fá vottorð til stéttarfélags vegna endurgreiðslu. Staðfestingargjald er 5000 kr, greiðist við skráningu, vinsamlega millifærið á reikning banki 0151-26-12000  k.t. 610172-0169. Vinsamlega nýtið þetta form til skráningar: 

Nafn (beðið um)

Kennitala (beðið um)

netfang(beðið um)

Skráning á kyrrðardaga á aðventu, 9. -11. desember 2016 í Skálholti

 Dagskrá:

Föstudagur 9. desember

19.00              Kvöldverður

20.00  Aðventutónleikar í Skálholtsdómkirkju

21.30              Samverustund í setustofu. Kynning á dagskrá.

 Laugardagur 10. desember

 08.00

-09.00 Morgunverður. (þögn fram að hádegi)

09.00  Morgunsöngur í kirkju

10.00              Íhugun: að upplifa aðventu í ró án streitu og kvíða: Jóhanna Magnúsdóttir

12.00  Hádegisverður

14.00  Útivist og ganga á vit sögunnar í Skálholti: Halldór Reynisson

15.30              Hressing

17.00  Íhugun og slökun; Jóhanna Magnúsdóttir

18.00              Kvöldsöngur í kirkju

18.30              Kvöldverður

20.00  Samvera við arininn í dagstofu – spjall og samfélag um jólaundirbúning.

 

Sunnudagur 11. desember  

09.15  Morgunverður (þögn til kl. 10)

10.00   Lokasamvera  í setustofu.

Við deilum reynslu, hugsunum og upplifun kyrrðardaganna

11.00  Aðventumessa í Skálholtdómkirkju

12.00 Hádegisverður