Samtalsmessa í Skálholtskirkju sunnudaginn 2. apríl kl. 11:00

Samtalsmessa í Skálholti sunnudag 2. apríl – 5. sunnudag í föstu.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,   mannréttindafrömuður m/meiru

og Jóhanna Magnúsdóttir settur Skálholtsprestur munu flytja samtalsprédikun um:

Sorg og gleði –  söknuð og sorgarviðbrögð. Steinunn Ása mun jafnframt aðstoða við aðra liði messunnar.   Hún hefur komið víða við  og m.a. verið ein af stjórnendum í þættinum „Með okkar augum“ sem vann Edduna 2017 fyrir menningarþátt ársins.  Þátturinn hefur skipt miklu máli í að  uppræta fordóma og víkka sjóndeildarhring almennings og álit á fólki með fötlun.

Organisti í messunni er Jón Bjarnason.

Verum öll hjartanlega velkomin!