Skálholtsdómkirkja

Skálholtskirkja er opin veturinn 2012-2013 frá 9 til 18.

Kirkjan er opnuð skömmu fyrir morgunsöng (sem hefst klukkan níu) og henni er lokað eftir aftansönginn (sem hefst klukkan 18). Þessar stundir er öllum opnar og taka stutta stund, 10 – 15 mínútur. Þessi tíðargjörð á sér fornar rætu og grundvallast í Guðs orði.

Marga morgna er orangisti kirkjunnar við æfingar og ljúft að hlýða á leik hans á Frobenísusar orgelið.

Skálholtskirkja var vígð árið 1953 og á því 50 ára vígluafmæli árið 2013.

SkálholtsdómkirkjaÞegar líða tók að þúsund ára afmæli biskupsstóls á Íslandi jókst áhugi ýmsra fyrir endurreisn Skálholts í einhverri mynd. Húsameistara ríkisins, Herði Bjarnasyni, er þá falið að teikna nýja Skálholtskirkju á grunni þeirrar, ,,er að réttu kallast andleg móðir allra annarra vígðra húsa á Íslandi.“ (Hungurvaka).

Á Skálholtshátíð 1956 er lagður hornsteinn hinnar nýju kirkju en sjálf var kirkjan vígð 1963 af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Á vígsludegi þann 21. júlí afhenti kirkjumálaráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, þjóðkirkjunni Skálholt til varðveislu og eflingar kristninni í landinu.

Gjafir til kirkjunnar

Frá Skálholtshátíð. Mynd: Árni Svanur DaníelssonKirkjan hefur fengið margar verðmætar gjafir frá Norðurlöndum. Gluggarnir eru dönsk gjöf en Gerður Helgadóttir gerði uppdrætti að þeim. Einnig hafa Danir gefið orgelið, ljósatækin, stólana, eina kirkjuklukku og kostuðu að miklu leyti altaristöfluna sem Nína Tryggvadóttir bjó til úr mósaík. Norðmenn hafa gefið byggingarefni, m.a. flísar á þak og gólf og hurðir. Ennfremur eina kirkjuklukku. Svíar hafa gefið tvær kirkjuklukkur og Finnar eina. Í turni Skálholtskirkju eru átta kirkjuklukkur og eru fimm þeirra gjafir frá Norðurlöndunum.

Altaristaflan er eftir Nínu Tryggvadóttur sem notaði ríkjandi liti íslenskrar náttúru við túlkun á Frelsaranum að koma til okkar.

Umfjöllun um gluggana

Gluggarnir eru verk Gerðar Helgadóttur. Litskrúð þeirra og ljósbrot er ímynd hjálpræðissögunnar. Þeir fjalla um dýrðarmenn fortíðar, brauð lífsins, bikar hjálpræðisins, og innst í kórnum segir frá fortjaldi musterisins, sem rifnaði sundur í tvennt, frá upprisu og nýrri sköpun.

Minjar í Skálholtskirkju

Skálholtsdómkirkja

Inni í kirkjunni eru svo varðveittar margar dýrmætar minjar. Fornar minjar, einkum minningarmörk biskupa, eru varðveittar í kjallaranum.

Bókasafn í turni Skálholtskirkju

Í turni Skálholtskirkju er geymt merkilegt og gott safn elsta prents á Íslandi. Í safninu er að finna eintök flestra þeirra bóka sem prentaðar voru á Íslandi frá lokum 16. aldar til upphafs hinnar 19. Umfjöllun um bókasafnið.