Í turni Skálholtskirkju eru fimm kirkjuklukkur sem gefnar voru til kirkjunnar á byggingatímanum, ein frá Danmörku, tvær frá Svíþóð ein frá Finnlandi og ein frá Noregi. Kirkjan á einnig þrjár gamlar klukkur. Ein þeirra hangir í í klukkuturni, ein er á sýningu í Gestastofu og ein hangir í Maríustúku kirkjunnar. Er sú klukka gjöf frá norskri fjölskyldu en er upprunalega komin úr Skálholti.