Skálholtshátíð 2017 í myndum

Prósessía að Þorlákssæti við upphaf Skálholtshátíðar

Skálholtshátíð 2017 var haldin helgina 22. – 23. júlí í blíðskaparveðri.

 

Margt var á dagskrá Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna 500 ára afmælis siðbótar Lúthers, flutti erindi og stýrði seminari um stöðu lúthersku kirkjunnar í heiminum.

Messað var við Þorlákssæti og kynning á uppgreftrinum auk grasa- og sögugöngu.

Þá voru einkar skemmt

Benedikt Kristjánsson stjórnar kór og hljómsveit í kantötu Bach við texta Lúthers

ilegir tónleikar á laugardeginum þar sem flutt var Kantata BWV 126 Erhalt uns Herr bei deinem Wort eftir  J.S. Bach við texta eftir Lúther. Flytjendur: Hildigunnur Einarsdóttir, alt, Benedikt Kristjánsson, tenór og Oddur Arnþór Jónsson, bassi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar en Bachsveitin í Skálholti spilaði á upprunahljóðfæri.

Pílagrímar búast til inngöngu í hátíðarmessu

Á sunnudeginum var hátíðamessa með þátttöku pílagríma sem komnir voru víða að en síðdegis hátíðarsamkoma með tónlist og ræðuhöldum. Hátíðin var vel sótt og ánægjuleg.

Hátíðarmessa í sjónarspili ljóss og skugga

Dr. Margot Käßmann, prófessor frá Þýskalandi leiddi seminar um stöðu lúthersku kirkjunnar í heiminum