Maturinn:
Skálholtsskóla er hægt að fá ýmiskonar heimilislegan mat. Þar fer einnig fram kaffisala á daginn og hægt er að hafa samband í síma 486 8870 ef óska á eftir mat eða kaffi fyrir hópa.
Gisting:
Skálholtsskóli býður upp á menningartengda ferðaþjónustu.
Gisting í nokkrum verðflokkum er til reiðu og heimilislegur matur í boði. Hægt er að fara í staðarskoðun í ljósi sögunnar og njóta máltíðar að hætti fyrri tíðar að henni lokinni.
Gistiaðstaða er fyrir 45 manns í eins og tveggja manna
herbergjum með og án baðs.
Í Skálholtsbúðum er rúm fyrir 21. Þar er tónleikasalur með flygli, setustofa og gott eldhús. Þægileg aðstaða fyrir hópa sem vilja vera á eigin vegum. Að auki eru 3 orlofshús með tveimur tveggja manna herbergjum hvert.
Skálholtsskóli býður upp á gistingu í mismunandi verðflokkum.
- Í aðalbyggingu eru 18 tveggja manna herbergi með baði.
- Í Seli 3 eru tveggjamanna herbergi og 2 einsmannsherbergi með tveimur sameiginlegum snyrtingum.
- Í Skálholtsbúðum (5-6 mín. gangur frá aðalbyggingu) eru 10 tveggjamanna herbergi og 1 einsmanns með sameiginlegri snyrtingu.
- Auk 3ja orlofshúsa með tveimur tveggjamannaherbergjum hvert.
Boðin eru uppbúin rúm og svefnpokagisting. Tveggja manna herbergin fást sem eins manns herbergi gegn viðbótargreiðslu.