Maturinn

Í veitingastofu Skálholtsskóla er meðal annars boðið upp á miðaldarkvöldverði fyrir hópa að hætti Þorláks biskups sem var uppi á 12. öld.  Þá er höfð til hliðsjónar matargerð höfðingja á þeim tíma.  Einnig er boðið upp á kaffihlaðborð að hætti Valgerðar biskupsfrúar og eru uppskriftir þá sóttar í fystu matreiðslubókina sem út kom á íslensku.

Hægt er að fá morgunverð og aðrar máltíðir í aðalbyggingu. Veitingasalurinn rúmar um 100 manns. Í Skálholtsskóla er boðið upp á heimilislegan mat. Þar fer einnig fram kaffisala á daginn.

Sérstaða veitingasölunnar í Skálholtsskóla er án efa hinn vinsæli 17. aldar kvöldverður að hætti Þórðar biskups Þorlákssonar annars vegar og miðaldakvöldverður að hætti Þorláks helga (1178-1193) hins vegar. Þar er blandað saman menningardagskrá og matargerð þess tíma.

 

Nánari upplýsingar og pantanir: 486-8870.