Sumarkvöld í Skálholti: Bjarni Harðarson segir frá magnaðri sögu og einkennilegum örlögum

Skálholtsstaður spannar þúsund ára sögu, sögu af menningu, listum, pólitík, en er einkum saga af fólki. Fólki sem lifði og dó, gladdist og skemmti sér, en þjáðist líka og tregaði.
Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi er löngu landskunnur sagnamaður og þekkir vel til sögu Skálholts enda upprunnin úr nágrenninu. Hann ætlar að segja frámagnaðri sögu og einkennilegum örlögum fólks hér í Skálholti.
Dagskráin hefst kl. 20 þann 26. júlí og stendur í u.þ.b. einn og hálfan tíma. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. kaffiterían í Skálholtsskóla er opinn á undan og á eftir og þar er hægt að fá mat og einnig léttar veitingar.