Þrettándaakademían 2018 – íhugun, samskipti og áskoranir

Hin árlega Þrettándaakademía verður haldin í Skálholti dagana 3. – 5. janúar n.k. Að þessu sinni mun Dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um íhugunarkristindóm;  Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur fjallar um samskipti á öruggum grundvelli og fjórir prestar ræða um áskoranir í þjónustunni.

Það er Prestafélag Íslands sem heldur Þrettándaakademíuna og hefur gert um langt árabil. Hún er einkum ætluð prestum, djáknum og guðfræðingum og guðfræðinemum. Dagskráin er sem hér segir:

Miðvikudagur 3. janúar 2018

Kl.18 Vesper

Kl. 19 Kvöldverður

Kl. 20  Fyrirlestur 1: Jesújóga – Grétar Halldór Gunnarsson

Kl.22 Completorium

 Fimmtudagur 4. janúar 2018

Kl. 9.00 Prima

Kl.9.30 Morgunverður

Kl.10 Fyrirlestur 2: íhugunarkristindómur; Dr. Grétar Halldór Gunnarsson

Kl.11.30 – Andleg iðkun; Jesújóga

Kl.12 Hádegisverður

Kl.13.30 Fyrirlestur 3: Samskipti á öruggum grundvelli. Eygló Sigmundsdóttir.

 Kl. 15 Kaffi

Kl.15.30 Fjórir fyrirlestrar; Áskoranir í þjónustunni: Axel Árnason Njarðvík, Guðrún Karls Helgudóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir og Hreinn Hákonarson.

Kl.18 Messa í Skálholtsdómkirkju

Kl.19 Kvöldverður

Kl. 20 Kvöldstund með vígslubiskupi

 Föstudagur 5. janúar

Kl.09 Prima

Kl.09.30 Morgunverður

Kl.10 Samtal og kosið í þrettándaakademíunefnd og brottför

Skráning hjá skalholt@skalholt.is og sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, netfang: vigslubiskup@skalholt.is  – sími 8972221.

Námskeiðisgjald er 38.600.-  Fyrir þau sem eiga rétt á því er hægt að sækja um styrk til Vísindasjóðs PÍ og reikna má með a.m.k. 20.000 krónum án skerðingar réttinda.

Sá kostnaður sem hugsanlega verður umfram það verður þá frádregin af réttindum viðkomandi. Sjóðurinn greiðir aðeins fyrir þá presta sem aðild eiga að sjóðnum og þarf þá að senda Vísindasjóðnum reikning fyrir þessum kostnaði.