Tónleikar á minningardegi um Jón Arason

Úr Hveragerðiskirkju

Á minningardegi um Jón Arason biskup 7. nóvember kl. 20.00, flytja kirkjukórar Suðurprófasdæmis árlega tónleikadagskrá. Í þetta sinn í Hveragerðiskirkju þar sem fimm steindir gluggar Skálholtskirkju verða teknir niður þennan dag og sendir til Þýskalands í viðgerð.

6 kórar, alls rúmlega 100 söngvarar flytja fjölbreytta kirkjutónlist. Þetta eru Kór Hveragerðiskirkju, Kór Þorlákskirkju, Kór Selfosskirkju, Kór Odda- og Þykkvabæjarkirkju, Kór Stóra Núps og Ólafsvallakirkju og Skálholtskórinn. Stjórnendur kóranna eru Miklos Dalmay, Edit Molnar, Kristín Sigfúsdóttir, Þorbjörg Jóhannsdóttir og Jón Bjarnason. Prestar, prófastur og vígslubiskup lesa fróðleiksmola um Martein Lúter. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.