Tónleikar á Skálholtshátíð – Bach og Lúther

Skálholtskórinn

Á Skálholtshátíð n.k. laugardag 22. júlí kl. 16 mætast þeir Bach og Lúther ef svo má segja en verður flutt kantata nr. 126 “Erhalt uns Herr bei deinem Wort”.eftir J.S.Bach við texta Marteins Lúther.

Flytjendur eru Skálholtskórinn, Bachsveitin í Skálholti, Hildigunnur Einarsdóttir, alt, Benedikt Kristjánsson, tenór og Oddur Arnþór Jónsson, bassi.Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason og stjórnandi Benedikt Kristjánsson.
Kantatan verður kynnt með tóndæmum á undan heildarflutningi. Einnig eru á efnisskránni sálmur Lúters, “Guð helgur andi heyr oss nú” og “Slá þú hjartans hörpustrengi” eftir J.S. Bach.
Tónleikarnir standa í eina klukkustund og er aðgangur ókeypis.