Ungir norrænir tónsmiðir í Skálholti

Ungir tónsmiðir frá Norðurlöndunum verða með tónleika í Skálholtsdómkirkju miðvikudaginn 16. ágúst kl. 16 og flytja þar sínar tónsmíðar. Aðgangur er ókeypis.

Þessir tónleikar eru hluti af hinni árlegu tónlistarhátíð Ung Nordisk Musik sem stendur yfir á Íslandi 14. – 19.ágúst. Yfirskrift hátíðinnar verður að þessu sinni Music and Space, en alls taka 35 tónskáld þátt í hátíðinni sem færist á milli Norðurlandanna á hverju ári

Hátíðin sýnir þverskurð af því nýjasta sem er að gerast hjá ungum tónskáldum, og er hvert verk sérvalið af dómnefnd til þáttöku á hátíðinni.

Þau sem fram koma í Skálholti og flytja sín verk eru:
Tor Anders Eri

Recordare

fyrir blandaðan kór og raftónlist


Gustav Lindsten
Penumbra
fyrir blandaðan kór
and electronics


Halldór Smárason
eo
fyrir orgel

Mai Ane Pil Siedentopp
Paper mache
fyrir tvo flytjendur

Maja Linderoth
Sonatform denaturerad prosa
fyrir blandaðan kór


Itzam Zapata
On Desire
fyrir blandaðan kór


Flytjendur
:
UNM Chamber Choir – Egill Gunnarsson, stjórnandi
Þórður Sigurðarson, orgel
Mai Ane Siedentopp, pappír
Cæcilie Overgaard, pappír