Velkomin í Skálholt

cropped-07_skalholt1.gif

 

Í Skálholti býðst notaleg gisting og þjóðlegar veitingar í bland við fjölbreytta andlega næringu.  Menning, saga, fræðsla, gönguleiðir, veitingar og gisting í næsta nágreinnivið náttúruperlurnar Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Heklu.

Í veitingastofu Skálholtsskóla er meðal annars boðið upp á miðaldarkvöldverði fyrir hópa að hætti Þorláks biskups sem var uppi á 12. öld.  Þá er höfð til hliðsjónar matargerð höfðingja á þeim tíma.  Einnig er boðið upp á kaffihlaðborð að hætti Valgerðar biskupsfrúar og eru uppskriftir þá sóttar í fystu matreiðslubókina sem út kom á íslensku.