Viðgerð á gluggum Skálholtsdómkirkju hafin

Í morgun luku starfsmenn Oidtmann glerverkstæðisins í Þýskalandi við að taka fimm glugga úr Skálholtsdómkirkju og pakka þeim inn í sérstakan gám sem verður sendur til Þýskalands á næstu dögum. Þar með er langþráð viðgerð þessara merku glugga Gerðar Helgadóttur hafin.

Verkið var unnið undir stjórn Stefan Oidtmann en hann er núverandi eigandi þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis í Linnich í Þýskalandi. Það hefur sérhæft sig í smíði steindra glugga og viðgerðum á þeim og er elsta glersmiðja þeirrar tegundar í Þýskalandi stofnað af ættföðurnum Heinrich Oidtmann 1857.

 

 

Faðir Stefan Oidtmann, núverandi eiganda og föðurbróðir ráku fyrirtækið þegar gluggarnir voru smíðaðir á sínum tíma í samvinnu við Gerði Helgadóttur listakonu og settir upp í kirkjuna fyrir vígslu hennar 1963. Hún var heimilisvinur hjá þeim en þeir voru sérstakir vinir hennar og liðsinntu þeir henni einstaklega vel í veikindum hennar síðustu árin sem hún lifði.